Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2017 Innviðaráðuneytið

Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist

Fulltrúi Íbúðalánasjóðs kynnir greiningu sína á fundi með fulltrúum í aðgerðahópi stjórnvalda um húsnæðisvandann - mynd
Íbúðalánasjóður hefur að beiðni Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, unnið greiningu á vöntun á húsnæðismarkaði á Íslandi. Fjölgun eigna hefur ekki haldist í hendur við mannfjöldaþróun á landinu undanfarin ár.

Greining sjóðsins leiðir í ljós að upsafnaður mismunur á framboði og eftirspurn íbúðarhúsnæðis er um 4600 íbúðir, sé tekið tillit til þess að um 1600 íbúðir séu á hverjum tíma í skammtímaleigu til ferðamanna. 

Heildarþörf á uppbyggingu á íbúðahúsnæði á næstu þremur árum eru 9000 íbúðir.  

Greining sjóðsins er hluti af ítarlegri greiningu á stöðu húsnæðismála á landinu sem Íbúðalánasjóður annst fyrir aðgerðahóp um húsnæðisvandann sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja í. Hópurinn mun skila tillögum um úrbætur í húsnæðismálum í maí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum