Hoppa yfir valmynd
10. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja birt í stjórnartíðindum

Reglugerð nr. 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja var birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. mars sl. Með reglugerðinni tekur reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og verðbréfafyrirtækja gildi hér á landi sbr. 117. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki sbr. 1., 91. og 92. gr. reglugerðar nr. 233/2017.

Á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða I. við lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki er heimilt að vísa til birtingar reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku eða þangað til að umrædd reglugerð hefur verið þýdd á íslensku. Í sama ákvæði er kveðið á um að útgáfa reglugerðarinnar á ensku skuli gerð aðgengileg á vef ráðuneytisins. Hér að neðan má finna tengla á reglugerð nr. 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja og enska útgáfu reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Reglugerð 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja
Ensk útgáfa af reglugerð (ESB) nr. 575/2013, um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (Official Journal of the European UnionL176, 27.06.2016, p. 1.).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum