Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðju vegna árásarinnar í Manchester

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur í dag fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands vottað fórnarlömbum og aðstandendum árásarinnar í Manchester samúð sína. Um leið fordæmir hann harðlega tilhæfulausar árásir sem þessar þar sem hryðjuverkunum virðist fyrst og fremst vera beint að almenningi og sérstaklega þó börnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira