Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar tvíhliða með öllum forsætisráðherrum Norðurlanda

Forsætisráðherrar Norðurlanda - mynd

Í tengslum við sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda sem haldinn hefur verið í Bergen sl. daga, átti Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tvíhliða fundi með öllum forsætisráðherrum Norðurlanda - Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Á fundunum var skipst á upplýsingum varðandi stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsmál, málefni er tengjast ferðaþjónustu auk innflytjenda- og hælisleitendamála. Þá var útganga Bretlands úr Evrópusambandinu rædd svo og nýafstaðinn leiðtogafundur NATO í Brussel.

Forsætisráðherrar Norðurlanda héldu áfram fundi sínum í gærkvöldi og ræddu meðal annars samvinnu Norðurlandanna innan Sameinuðu þjóðanna. Í dag kynntu forsætisráðherrarnir verkefnið „Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum“ sem hefur í för með sér sex meginaðgerðir sem eru: Græn Norðurlönd, Norræn jafnréttisáhrif og Norræn matur og velferð (Nordic Green, Nordic Gender Effect og Nordic Food & Welfare). Allar byggjast þessar aðgerðir á norrænum lausnum á alþjóðlegum áskorunum.

Þá áttu forsætisráðherrar Norðurlanda fund með forseta Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem meðal annars var fjallað um norræna samvinnu í tengslum við stafræna tækni, loftslagsmál, framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og verkefnið sem forsætisráðherrarnir hleyptu af stokkunum fyrr um daginn „Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum“.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn