Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Heimagisting einfölduð

Krafa um starfsleyfi heilbrigðisnefndar vegna heimagistingar hefur verið felld niður með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku. Breytingin tekur gildi 1. júlí næstkomandi.

Breytingin lýtur eingöngu að heimagistingu, sem er gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign sem hann hefur persónuleg not af, t.d. sumarbústað í hans eigu. Er hámarks leigutími samtals 90 dagar. 

Þeir sem vilja leigja út heimili sitt í 90 daga eða skemur þurfa því aðeins að skrá fasteignina hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða á miðlægu vefsvæði sé það fyrir hendi og greiða fyrir það átta þúsund krónur. Greiða þarf skatta af leigutekjunum eins og áður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn