Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á hádegisverðarfund með forsætisráðherra Slóvakíu

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu - mynd
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mun eiga hádegisverðarfund í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu með Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Einnig munu fjármálaráðherrar og utanríkisráðherrar beggja landa taka þátt í fundinum.

Í fylgd með forsætisráðherra Slóvakíu verða fjölmiðlamenn og fjölmiðlum gefst kostur á viðtölum við lok hádegisverðarins, kl. 13:45 í Ráðherrabústaðnum.

Forsætisráðherra Slóvakíu mun að lokinni dagskrá á höfuðborgarsvæðinu halda austur á land og síðan af landi brott á morgun 17. júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira