Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Slóvakíu

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, ásamt forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico - mynd
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, átti hádegisverðarfund í dag með Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar beggja landa tóku þátt í fundinum. Á fundi sínum fóru þeir yfir góð samskipti Íslands og Slóvakíu og ræddu m.a. um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsmál og viðskiptamál. Þá var útganga Bretlands úr Evrópusambandinu til umfjöllunar og rætt um samvinnu Íslands og Slóvakíu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og Samvinnustofnunar Evrópu.

Forsætisráðherra Slóvakíu ásamt fylgdarliði, er í stuttri heimsókn á Íslandi og heldur af landi brott á morgun 17. júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira