Dómsmálaráðuneytið

Hervör L. Þorvaldsdóttir kjörin forseti Landsréttar

Dómarar við Landsrétt 15. júní 2017. - mynd

Nýskipaðir dómarar við Landsrétt komu saman til fyrsta fundar í gær. Á fundinum var Hervör L. Þorvaldsdóttir kjörin forseti Landsréttar og Davíð Þór Björgvinsson varaforseti réttarins.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, aldursforseti Landsréttar, stýrði fundinum. Sjá tilkynningu hans um kjör forseta og varaforseta réttarins til dómsmálaráðuneytisins hér að neðan.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn