Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið óskar athugasemda við drög að reglugerð um frumkvæðisbirtingu upplýsinga

Forsætisráðuneytið hefur undanfarið unnið að setningu reglugerðar á grundvelli 4. mgr. 13. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákveðið hefur verið að birta drög að reglugerðinni opinberlega og efna til opins samráðsferils um þau. 

Meginmarkmið reglugerðarsetningarinnar er að tryggja að sambærilegar reglur gildi þegar stjórnvöld ákveða að veita aðgang að upplýsingum að eigin frumkvæði og þegar veittur er aðgangur samkvæmt beiðni á grundvelli upplýsingalaga. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld, sem hyggjast birta upplýsingar um mál þar sem önnur stjórnvöld hafa tekið eða munu taka stjórnvaldsákvörðun, leiti afstöðu þeirra áður en birting fer fram. 

Með reglugerðinni er jafnframt tekið af skarið um það að hver ráðherra hefur yfirumsjón með frumkvæðisbirtingu upplýsinga á sínu málefnasviði. Í þessu skyni er öllum ráðuneytum falið að gera tímasetta áætlun um birtingu upplýsinga í sinni vörslu og stjórnvalda sem undir þau heyra. Áætlunin skal birt opinberlega á vef ráðuneytis.

Forsætisráðuneytið óskar athugasemda við reglugerðardrögin fyrir þann 4. júlí nk. í gegnum netfangið [email protected]. Athugasemdirnar verða teknar til umfjöllunar í ráðuneytinu í kjölfarið.

Drög að reglugerð um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda 20.6.2017

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira