Dómsmálaráðuneytið

Sótti fund norrænna dómsmálaráðherra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt norska dómsmálaráðherranum, Per-Willy Amundsen, Morgan Johansson, sænska dómsmálaráðherranum, og Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. - mynd


Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sækir um þessar mundir fund norrænna dómsmálaráðherra í Harstad í Noregi en fundurinn er haldinn árlega af Norrænu ráðherranefndinni. Einnig taka þátt í fundinum Per-Willy Amundsen, dómsmálaráðherra Noregs, og Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar.

Margvísleg málefni voru til umræðu á fundinum, m.a. baráttan gegn hryðjuverkum og skipulagðri brotastarfsemi en fundurinn samþykkti yfirlýsingu um samstöðu Norðurlandanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þá voru einnig ræddar aðgerðir í heimilisofbeldismálum og hugmyndir Norðmanna um rafrænt eftirlit í nálgunarbannsmálum. Ærumeiðingalöggjöf Norðurlandanna bar einnig á góma ásamt áherslum Dana í formennskutíð sinni í Evrópuráðinu. Einnig var farið yfir skýrslu Finna um viðhorf til refsinga af hálfu almennings og dómara.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn