Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að áætlun um loftgæði í umsögn

Loftgæðaáætlunin verður sett til tólf ára. - myndJohannes Jansson/norden.org

Umhverfisstofnun hefur auglýst til kynningar drög að áætlun um loftgæði. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2017.

Drögin eru unnin í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir þar sem kveðið er á um að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli gefa út áætlun um loftgæði til tólf ára sem gilda skal fyrir landið allt.

Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að góðum loftgæðum og heilnæmu umhverfi í samræmi við lykilmarkmið stjórnvalda og stefnu Umhverfisstofnunar. Til að ná settu markmiði eru sett fram tvö undirmarkmið, annars vegar að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi og hins vegar að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind mörk af völdum umferðar. Í áætluninni eru skilgreindar aðgerðir og ábyrgðaaðilar fyrir hvort þessara markmiða.

Athugasemdir við tillöguna skal senda til Umhverfisstofnunar á netfangið [email protected] Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2017.

Drög að áætlun um loftgæði á Íslandi (pdf skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira