Velferðarráðuneytið

Staða á biðlistum eftir völdum aðgerðum

Embætti landlæknis - myndVelferðarráðuneytið

Embætti landlæknis hefur birt greinargerð með upplýsingum um fjölda á biðlistum eftir völdum aðgerðum. Í greinargerðinni er sérstaklega fjallað um árangur af skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum sem hófst árið 2016.

Átakið er til þriggja ára og hófst í mars 2016 þegar undirritaðir voru samningar við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátttöku þeirra í átaki til að stytta bið fólks eftir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinsaðgerðum. Ríkisstjórnin hafði þá samþykkt áætlun sem heilbrigðisráðherra lagði fram um að verja samtals 1,663 milljónum króna á þremur árum til að stytta biðlista eftir völdum aðgerðum á grundvelli tillagna frá Embætti landlæknis.

Í mars síðastliðinum fól heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingum Íslands að semja við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um aðgerðir til að halda áfram átaki stjórnvalda um styttingu biðlista. Til ráðstöfunar vegna átaksins eru 840 milljónir króna af fjárlögum þessa árs. Líkt og í fyrra var ákveðið að átakið skyldi ná til liðskiptaaðgerða, hjartaþræðinga og augasteinsaðgerða, en að auki var bætt við völdum kvensjúkdómaaðgerðum.

Í greinargerð Embættis landlæknis kemur fram að tekist hafi að stytta þá biðlista sem hafa verið lengstir, þ.e. biðlista eftir skurðaðgerðum á augasteinum og liðskiptaðgerðum á mjöðmum og hnjám. Aftur á móti hafi aðgerðum eftir hjartaþræðingum ekki fjölgað eins og að var stefnt og biðlistinn eftir þeim sé að lengjast.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn