Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með sendinefnd Yamal-Nenets

Forsætisráðherra fundar með sendinefnd frá Yamal-Nenets - mynd
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði fyrr í vikunni með sendinefnd frá rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Yamal-Nenets sem stödd er hér á landi. Á fundinum var rætt um uppbyggingu og meginstoðir samfélagsins í Yamal-Nenets og lýst mikilvægi þess að varðveita menningu og hefðir frumbyggja. Einnig var rætt um mikilvægi varðveislu tungumála, um ferðaþjónustu, tækni- og nýsköpun, málefni norðurslóða og umhverfis- og náttúruverndarmál. Þá var rætt um ýmis tækifæri og áskoranir tengt vinnslu jarðgass og olíu í héraðinu sem er mjög auðugt að slíkum náttúruauðlindum.

Megintilgangur heimsóknar sendinefndar frá Yamal-Nenets til Íslands er að kanna viðskiptatengsl, fá innsýn í líf Íslendinga og uppbyggingu hér á landi - og mun sendinefndin í því skyni meðal annars heimsækja fyrirtæki, stofnanir og ferðast um landið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira