Dómsmálaráðuneytið

Sérfræðingur á sviði fjármála og rekstrar

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði fjármála og rekstrar á skrifstofu stefnumörkunar og fjárlaga. Umsóknarfrestur er til 4. september næstkomandi.

Í auglýsingu kemur fram að leitað sé eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í mótun nýrra vinnubragða með hópi áhugasamra starfsmanna við uppbyggingu nýs ráðuneytis.

Helstu verkefni:

 • Rekstrarúttektir og greiningar
 • Eftirlit með framkvæmd fjárlaga
 • Samstarf og samvinna við stofnanir ráðuneytisins
 • Stefnumótun og eftirfylgni stefna
 • Árangursmælingar og skýrslugerð
 • Samþætting opinberra stefna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða sambærileg menntun
 • Framhaldsmenntun eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
 • Mjög góð kunnátta í excel
 • Reynsla af stefnumótun, rekstri og vinnu með fjárhagsupplýsingar æskileg
 • Reynsla af upplýsingakerfi Oracle er kostur
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu upplýsinga
 • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp
 • Góð hæfni í samskiptum, árangursdrifni og skipulagshæfileikar

Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri, í síma 545 9000.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 4. september nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið [email protected] merkt sérfræðingur.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn