Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópur um endurskoðun laga vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi

Starfshópur um endurskoðun laga vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi - myndMynd/Hugi Ólafsson

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að
endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um
greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi
 auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, tengist þau eftirliti með markaðnum.

Markmiðið með starfi hópsins er að hlutverk, staða og verkefni Fjármálaeftirlitsins verði sett fram með skýrari hætti í lögum en nú er líkt og kveðið er á um í fjármálaáætlun fyrir 2018-2022.

Er starfshópnum meðal annars falið að skoða sérstaklega niðurstöður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í vor þar sem fjallað er um nauðsyn þess að efla eftirlit á fjármálamarkaði hér á landi og að skipulag eftirlits markaðarins verði tekið tekið gagngerrar endurskoðunar.

Starfshópnum er falið að vinna drög að lagafrumvarpi, ásamt skilagrein, og leggja fyrir ráðherra eigi síðar en 15. desember næstkomandi.

Starfshópinn skipa eftirtaldir:

  • Jóhannes Karl Sveinsson hrl., formaður,
  • Guðbjörg Eva Baldursdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Leifur Arnkell Skarphéðinsson, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Tinna Finnbogadóttir, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Erindisbréf starfshópsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira