Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýr ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu

Sturla Sigurjónsson - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur skipað Sturlu Sigurjónsson, sendiherra, í embætti ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og tekur hann við starfinu á morgun, 1. september. Stefán Haukur Jóhannesson, sem hefur verið ráðuneytisstjóri frá árinu 2014 fer til starfa erlendis en mun fram að brottför stýra verkefnum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit). Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, sem hefur annast þau verkefni fer til starfa erlendis um áramót.

Sturla Sigurjónsson á að baki 30 ára feril í utanríkisþjónustunni og gegndi síðast stöðu sendiherra Íslands í Kanada. Þar áður var hann sendiherra í Danmörku, ráðgjafi forsætisráðherra um utanríkismál og sendiherra á Indlandi. Í starfi sínu hefur hann gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum og m.a. verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu og áður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum