Hoppa yfir valmynd
1. september 2017 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum lögfræðingi til starfa á skrifstofu réttinda einstaklinga. Umsóknarfrestur um starfið er til 18. september næstkomandi.

Leitað er að einstaklingi sem getur tekið þátt í og leitt víðtækt samráð og samstarf á sviði mannréttinda innanlands sem utan. Starfið felst einkum í vinnu á sviði mannréttindamála, vinnu við mótun frumvarpa og reglna, sem og umsjón og framkvæmd alþjóðasamninga.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 18. september nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið [email protected] merkt lögfræðingur. Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum