Hoppa yfir valmynd
1. september 2017 Innviðaráðuneytið

Staða ritara ráðherra auglýst

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir að ráða ritara ráðherra. Starfið er mjög fjölþætt og felst í almennum ritarastörfum ásamt sérhæfðari verkefnum.

Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun sem hefur góða reynslu er nýtist í starfi. Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu og góða almenna tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og áhuga á málefnum samfélagsins, geta sýnt  frumkvæði, vera ábyrgur, vandvirkur, hafa mikla þjónustulund, jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni

  • Verkefnastjórn einstakra verkefna
  • Skipulag dagbókar ráðherra, utanumhald og undirbúningur funda
  • Halda utan um fyrirspurnir og svör til Alþingis
  • Samskipti við önnur ráðuneyti og stofnanir
  • Bréfaskriftir, skjalavarsla og upplýsingaöflun
  • Umsjón með ferðum ráðherra
  • Önnur almenn ritarastörf

Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðara starfsmanna stjórnarráðsins við fjármálaráðherra.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir mannauðsstjóri í síma 545 8200. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til 18. september nk.

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið [email protected]. Umsókn skal fylgja ítarlegt kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur á færni viðkomandi í starfið. Ef ekki eru tök á að sækja um rafrænt má senda umsókn til ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum