Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 12. og 13. febrúar 2018, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn föstudaginn 29. september n.k. kl. 14:10 – 15:40 í stofu A052 í kjallara Aðalbyggingar Háskóla Íslands, Reykjavík.  Undirbúningsnámskeið fer fram á sama stað föstudagana 6. október, 20. október, 3. nóvember og 17. nóvember n.k. kl. 10–15:40.  Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið, nema þeir hafi áður þreytt prófin. 

Sjá nánar í frétt á vef sýslumanna. Auk þess veitir Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum frekari upplýsingar í síma 458-2900 og á netfanginu [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira