Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Neyðaraðstoð vegna afleiðinga fellibylsins Irmu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita rúmum 10 milljónum króna til neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Response Fund, CERF) vegna skelfilegra afleiðinga fellibylsins Irmu sem gekk yfir eyjar Karabíska hafsins í síðustu viku. Alþjóðlegar mannúðarstofnanir, s.s. World Food Program og UNICEF, gera ráð fyrir að sækja fjármagn til CERF til þess að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum. 

Tilgangur Neyðarsjóðs SÞ er að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist fórnarlömbum náttúruhamfara og átaka tímanlega og á sem skilvirkastan hátt. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira