Hoppa yfir valmynd
20. september 2017

Lyfjafræðingur - Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið - Reykjavík - 201709/1495

 

Lyfjafræðingur – Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði – Heilbrigðisvísindasvið -  Háskóla Íslands – Reykjavík

Á réttarefnafræðideild Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands er laust til umsóknar 100% starf lyfjafræðings.

Starfið felst einkum í sérhæfðri vinnu við réttarefnafræðilegar rannsóknir og mælingar á lyfjum, ávana- og fíkniefnum í efnis- og líkamssýnum. Starfsmaður ber ábyrgð á verkefnum og verkþáttum er krefjast faglegrar hæfni og sérþekkingar.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
MS-próf í lyfjafræði.
Menntun og/eða reynsla af réttarefnafræðilegum rannsóknum æskileg.
Reynsla af vinnu með gasgreina og vökvagreina.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Um framtíðarstarf er að ræða.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

UMSÓKNARFERLI
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands: http://www.hi.is/laus_storf

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2017.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans: https://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun 

Nánari upplýsingar um starfið veita Kristín Magnúsdóttir, sviðsstjóri ([email protected] / s. 525 5146) og Elísabet Sólbergsdóttir, sviðsstjóri ([email protected]  / s.525 5134).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum