Hoppa yfir valmynd
3. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra


Utanríkisráðuneytið auglýsti hinn 19. ágúst sl. embætti skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuskrifstofu á aðalskrifstofu ráðuneytisins laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 13. september sl. Sextíu og fjórar umsóknir bárust en ellefu voru dregnar tilbaka. Eftirfarandi eru nöfn umsækjenda:

· Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir, verkefnastjóri
· Arnar Steinn Karlsson, verkefnastjóri
· Arnheiður Ingjaldsdóttir, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra
· Álfrún Tryggvadóttir, staðgengill skrifstofustjóra
· Ármann Örn Gunnlaugsson, mannauðsstjóri
· Árni Jón Árnason, framkvæmdastjóri
· Birgir Stefánsson, forstöðumaður
· Bjarni Kr. Grímsson, framkvæmdastjóri
· Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri
· Björn Bergmann Þorvaldsson, ráðgjafi
· Borgþór Ásgeirsson, kennari
· Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
· Brynjar Stefánsson, forstöðumaður
· Edda L. Helgason Sigurðardóttir, skrifstofustjóri og ræðismálafulltrúi
· Friðrik Jónsson, sérfræðingur
· Garðar Lárusson, framkvæmdastjóri
· Gísli Þór Gíslason, MS í stjórnun og stefnumótun
· Gísli Þór Magnússon, skrifstofustjóri
· Gylfi Ástbjartsson, verkefnastjóri
· Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, stjórnandi
· Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri
· Helga Jóhannesdóttir, fjármálastjóri
· Helga Jónsdóttir, hagfræðingur
· Helga Óskarsdóttir, sviðsstjóri
· Helgi Helgason, deildarstjóri
· Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri
· Hlynur Hreinsson, sérfræðingur
· Hrefna Ingólfsdóttir, MBA
· Ingibjörg Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
· Ingibjörg Leifsdóttir, viðskiptafræðingur
· Ingunn Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri
· Jóhann Örn B. Benediktsson, skrifstofustjóri
· Jóhanna Heiðdal, sérfræðingur
· Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur
· Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri
· Jón Trausti Sæmundsson, siðameistari
· María Rún Hafliðadóttir, viðskiptafræðingur
· Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri
· Ólafur Ólafsson, skrifstofumaður
· Ólafur Sigurðsson, skrifstofustjóri
· Petra Steinunn Sveinsdóttir, markaðsstjóri
· Sif Jónsdóttir, MBA í viðskiptafræði
· Sigurður Möller, þjónusturáðgjafi
· Skarphéðinn B. Steinarsson, viðskiptafræðingur
· Sólveig Lilja Einarsdóttir, ráðgjafi
· Stefán Jón Friðriksson, útlánastjóri
· Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
· Victor Berzoi, móttökuritari
· Viðar Bjarnason, þjónustufulltrúi
· Viðar Helgason, sérfræðingur
· Vilhjálmur Jónsson, framkvæmdastjóri
· Ylfa Björg Jóhannesdóttir, flugfreyja
· Zhanetta Yryssy-Ak, sérfræðingur

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til utanríkisráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Nefndina skipa: Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sem er formaður, Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum