Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ólafur H. Sigurjónsson áfram í starfi skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur orðið við áskorun skólanefndar og starfsfólks Fjölbrautaskólans við Ármúla þar sem óskað var eindregið eftir því að ráðningu nýs skólameistara yrði frestað til loka skólaárs.

Tímabundin setning Ólafs H. Sigurjónssonar í starf skólameistara FÁ hefur verið framlengd til 31. júlí 2018. Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að hætta við ráðningu í embætti skólameistara Fjölbrautskólans við Ármúla að svo stöddu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn