Áætlun um aðgerðir vegna kynferðisbrota til umsagnar

Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins er nú til umsagnar. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til 15. nóvember næstkomandi.

Vinna við áætlunina hefur staðið yfir í ár en Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, skipaði samráðshópinn í mars 2016 og fól honum að setja fram tillögur um aðgerðir með það að markmiði að tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála á þessu sviði og auka traust á réttarvörslukerfinu. Hópurinn átti víðtækt samráð við fagaðila  innan réttarvörslukerfisins, heilbrigðiskerfisins, sem og frjáls félagasamtök sem vinna að málaflokknum, auk fræðasamfélagsins. Tillögunum var skilað til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra nýverið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn