Utanríkisráðuneytið

Samið um samstarf vegna neyðartilvika erlendis

Haraldur Johannessen og Sturla Sigurjónsson undirrita. - mynd
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag samning um samstarf þegar upp koma neyðartilvik erlendis sem varða íslenska ríkisborgara.

Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með skipulagi aðgerða þegar t.d. slys, hamfarir eða hryðjuverk verða erlendis, sem kunna að varða Íslendinga, en samstarfið við ríkislögreglustjóra felur í sér að verði umfang slíkra atburða mikið, færast aðgerðir ráðuneytisins í samhæfingarmiðstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn