Hoppa yfir valmynd
26. október 2017 Utanríkisráðuneytið

Svör við þingfyrirspurnum

Utanríkisráðuneytið hefur birt svör við fimm fyrirspurnum þingmanna til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, sem ekki náðist að svara fyrir lok 146. löggjafarþings og er svörin því ekki að finna á vef Alþingis. 

Um er að ræða svör við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni og Birni Leví Gunnarssyni um tekjur og gjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess, frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur um þátttöku Íslands í framkvæmd Evrópuáætlunar um leiðsögu um gervihnött og frá Alberti Guðmundssyni um gerðir sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn, um starfsfólk í utanríkisþjónustunni og um samninga Íslands sem EES-ríkis.

Fyrirspurnir og svör

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum