Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samið við Hafnarfjörð um kaup á Suðurgötu 14

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, undirrituðu samninginn.  - mynd

Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkissjóðs kaupsamning við Hafnarfjarðarbæ um Suðurgötu 14 í Hafnarfirði, þar sem ríkisskattstjóri var áður með starfsemi.

Um er að ræða tæplega 1300 fermetra húseign og hyggst Hafnarfjarðarbær nýta húsnæðið fyrir vinnustað og þjónustu fyrir fatlað fólk, auk annarrar starfsemi sem rúmast getur í húsinu.

Kaupverð eignarinnar er 256 milljónir og verður húsnæðið afhent 1. nóvember samkvæmt samningnum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira