Sérfræðingur - Þjóðskrá Íslands - Reykjavík - 201711/1766

 

Sérfræðingur við mat og skráningu fasteigna

Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við skráningar og mat fasteigna á Fasteignaskrásviði.

Við leitum að snjöllum starfsmanni í teymi sem vinnur að skráningu og skoðun fasteigna, útreikningi á fasteigna- og brunabótamati og yfirferð eignaskiptayfirlýsinga. Hópurinn er í daglegum samskiptum við fasteignaeigendur og sveitarfélög og leggur mikla áherslu á lipra og ábyrga þjónustu. 

Reynsla og hæfni 
Menntun á sviði byggingarmála, fasteignasölu eða sambærilegt sem nýtist í starfi.
Reynsla af matsstörfum eða fasteignasölu er kostur
Reynslu af útreikningi byggingarkostnaðar er kostur 
Réttindi í gerð eignaskiptayfirlýsinga er kostur
Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
Góð kunnátta í íslensku
              
Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. 

Umsóknarfrestur  er til og með 27. nóvember 2017. 

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið [email protected]. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Steinsson, deildarstjóri fasteignaskráningardeildar í gegnum netfangið [email protected].

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert og stofnanasamningum.

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.    

Við höfum metnað til leggja áherslu á  fjölskylduvænt starfsumhverfi með sveigjanleika fyrir starfsmenn. Þjóðskrá Íslands tekur nú þátt í tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn