Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Minningarathöfn um þá sem látist hafa í umferðinni

Minningarathöfn um þá sem hafa látist í umferðarslysum verður sunnudaginn 19. nóvember klukkan 11 við Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. - mynd

Sunnudaginn 19. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. Athöfn verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík og hefst hún klukkan 11.

Hliðstæð athöfn hefur verið haldin undanfarin ár í fjölmörgum löndum og hefur verið haldin erlendis allt frá árinu 1993 og er nú haldin hér í sjötta sinn. Að athöfninni standa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samvinnu við Samgöngustofu og fleiri aðila sem að henni koma. Tilgangurinn er að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og um leið þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum og heilbrigðisstéttum sem vinna óeigingjarnt starf þegar slys verða.

Athöfnin er öllum opin og taka þátt í henni fulltrúar lögreglu, björgunarsveita, heilbrigðiskerfisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og að lokinni dagskrá við þyrlupallinn verður gestum boðin hressing í bílskýli bráðamóttökunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira