Fyrirtæki og stofnanir hvött til undirbúnings vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

Dómsmálaráðuneytið hvetur fyrirtæki og stofnanir sem vinna með persónuupplýsingar til að hefja undirbúning fyrir nýtt regluverk hið fyrsta. Umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (ESB) standa nú fyrir dyrum. Breytingarnar leiða af reglugerð (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga sem kemur til framkvæmda innan Evrópusambandsins 25. maí 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn