Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2017

Skrifstofustarf - Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - Reykjavík - 201711/1824


 

Skrifstofustarf

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofumanns á skrifstofu nefndarinnar í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf. 

Starfið felst einkum í:
Símsvörun og móttöku erinda og gagna
Skráningu, útsendingu og frágangi skjala
Utanumhaldi gagna, umsjón með málaskrá og fjölföldun
Umsjón með heimasíðu, þ. á m. innsetningi úrskurða
Bókhaldsmerkingar reikninga
Undirbúningi, öflun aðfanga og frágangi vegna funda nefndarinnar

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

Stúdentspróf eða sambærileg menntun
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
Góð tölvukunnátta, reynsla af GoPro æskileg
Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SFR og ríkisins, sem og stofnanasamningi.  

Umsóknin gildir í sex mánuði.

Umsóknarfrestur er til 11. desember 2017 og þarf viðkomandi að geta hafið störf hið fyrsta. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal senda á netfangið [email protected] eða skrifstofu nefndarinnar að Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Almennar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar má finna á heimasíðu hennar: www.uua.is en nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Þráinsdóttir í síma 561 5111 milli kl. 10 og 12 virka daga.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum