Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Styðja efnahagslega valdeflingu kvenna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gær fund með Arancha González framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar þar sem undirritaður var samningur við stofnunina.

Samkvæmt samningnum mun Ísland veita stofnuninni framlög að upphæð 300.000 Bandaríkjadölum sem greidd verða á næstu þremur árum, eða alls rúmar 30 milljónir króna. Ísland hefur verið að leggja æ ríkari áherslu á þátt viðskipta í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, enda er mikilvægt að auka viðskiptatækifæri fyrir þróunarríki og auðvelda þeim að koma vörum á markað ef ná á markmiðum um sjálfbæra þróun. Í þessu samhengi leggur Ísland ríka áherslu á stuðning við konur og mun framlag Ísland nýtast í verkefni ITC sem ber heitið „SheTrades“, en það var stofnað samhliða samþykkt Heimsmarkmiða SÞ og hefur efnahagslega valdeflingu kvenna og tengingu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum við alþjóðamarkaði að meginmarkmiði.

Höfuðstöðvar ITC eru til húsa í Genf, en stofnunin er sameiginleg stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna og er eina alþjóðlega þróunarstofnunin sem leggur sérstaka áherslu á alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. ITC vinnur því að gera fyrirtækjum á mörkuðum í þróunarríkjum betur kleift að verða samkeppnishæfari og tengjast alþjóðamörkuðum á sviði viðskipta og fjárfestinga og stuðla þannig að vexti og sköpun atvinnutækifæra, sérstaklega fyrir konur, ungt fólk og fátæk samfélög.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira