Framkvæmdastjóri á eftirlitssviði - Fjármálaeftirlitið - Reykjavík - 201801/067

 

Framkvæmdastjóri eftirlits þvert á markaði

Í tilefni skipulagsbreytinga leitar Fjármálaeftirlitið að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna störfum framkvæmdastjóra á eftirlitssviði.   Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á stjórnun og rekstri sviðsins, annast mótun og eftirfylgni verkáætlana og ber ábyrgð á samskiptum innan stofnunar, við eftirlitsskylda aðila og samstarfsstofnanir.

Sviðið skiptist í tvær deildir, annars vegar lagalegt eftirlit og hins vegar deild sem hefur umsjón með vettvangsathugunum í samstarfi við önnur eftirlitssvið stofnunarinnar. Lagalegt eftirlit ber ábyrgð á ýmsum verkefnum tengdum reglubundnu eftirliti s.s. veitingu starfsleyfa, afturköllun þeirra, afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut og veitingu umsagna um samþykktir og reglur lífeyrissjóða. Auk þess aðstoðar lagalegt eftirlit önnur eftirlitssvið stofnunarinnar við úrlausn verkefna þegar reynir á túlkun laga og reglna og tekur þátt í vinnu við setningu laga, reglna og tilmæla.  Vettvangsathuganir  hafa það hlutverk að sannreyna upplýsingar, afla nauðsynlegrar þekkingar á starfsemi eftirlitsskyldra aðila og ganga úr skugga um fylgni við lög og reglur með afmörkuðum athugunum á starfsstöð eftirlitsskyldra aðila.  Slíkar athuganir geta bæði beinst að tilteknum afmörkuðum þáttum í starfseminni sem og einstökum aðilum heildstætt.

Starfssvið
Ábyrgð á og umsjón með daglegum rekstri sviðsins 
Ábyrgð  á mótun og eftirfylgni verkáætlunar
Ábyrgð á mannauðsmálum sviðsins
Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð
Mótun liðsheildar og samstarfs innan sviðs sem utan
Ábyrgð á samskiptum við eftirlitsskylda og opinbera aðila
Erlend samskipti og samstarf

Menntunar- og hæfniskröfur
Meistara- eða embættispróf í lögfræði
Þekking á löggjöf á fjármálamarkaði og stjórnsýslurétti
Reynsla af stjórnun og rekstri 
Viðeigandi þekking  og reynsla af eftirlitsstörfum og/eða fjármálamarkaði 
Frumkvæði og faglegur metnaður til að ná árangri í starfi 
Góð leiðtoga- og samskiptahæfni
Gott vald á íslensku og ensku og færni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamningi.  

Umsjón með starfinu hafa Inga S. Arnardóttir ([email protected]) og Leifur Geir Hafsteinsson ([email protected]), eða í síma 520-4700. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið hjá Hagvangi, www.hagvangur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn