Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með formanni landsstjórnar Grænlands

Grænlenski fáninn - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála.

Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi í báðum löndum og verið er að stækka flugvellina í Nuuk og Ilulissat ásamt því að byggja þrjá nýja flugvelli. 

Katrín og Kielsen ræddu einnig umhverfis- og loftslagsmál, þar með talið bráðnun jökla, súrnun sjávar og plastmengun í hafi. Málefni norðurslóða og komandi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu árið 2019 komu einnig til umræðu. Þá kom Kielsen á framfæri þakklæti Grænlendinga fyrir sýndan stuðning Íslands og íslensks samfélags í kjölfar náttúruhamfara á Grænlandi sumarið 2017.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira