Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Menntakerfi sem undirbýr nemendur fyrir síbreytilegt hátæknisamfélag

Fjórða iðnbyltingin svokallaða breytir lífsháttum okkar og störfum og það er grundvallaratriði að menntakerfið sé í stakk búið til þess að undirbúa nýjar kynslóðir fyrir þessar miklu breytingar. Menntun á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar var meðal umræðuefna á opnum fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í vikunni og var mennta- og menningarmálaráðherra á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn.

Í ávarpi sínu kom mennta- og menningarmálaráðherra víða við, m.a. ræddi hún þá grunnfærni sem þarf að vera til staðar í menntakerfinu og mikilvægi samspils menntunar og atvinnulífs. Hún sagði: „Við sem störfum að menntamálum gerum okkur fulla grein fyrir því að menntakerfið stendur frammi fyrir erfiðum spurningum og úrlausnarefnum. Hvaða hæfni mun atvinnulífið sækjast eftir á næstu fimm til tíu árum? Er hægt að skilgreina betur grunnfærni sem allir þurfa að tileinka sér? Skólastarf þarf að undirbúa nemendur undir líf og starf í síbreytilegu hátæknisamfélagi.“Hafa samband

Ábending / fyrirspurn