Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir til áhugahópa og faglegs starfs á verkefnasviðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti veitir styrki til félagasamtaka og áhugahópa vegna verkefna sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga. Styrkjum er úthlutað samkvæmt meðfylgjandi reglum.

Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar 2018

Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinagerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjársins til að ný umsókn komi til greina eða eins og kveðið er á um í samkomulagi vegna fyrri styrkveitinga. Við mat á umsóknum er ráðuneytinu heimilt að leita umsagnar fagaðila, gerist þess þörf. Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 21. mars nk.

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins.

Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu. Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna „Mínar stillingar“.

Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði.

Nánari upplýsingar veitir Ása María H. Guðmundsdóttir ([email protected])

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira