Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfirlýsing Norður- og Eystrasaltslandanna um fjármálastöðugleika

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing hlutaðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika.

Norður- og Eystrasaltlöndin hafa sameiginlega hagsmuni á sviði fjármálastöðugleika vegna innbyrðis tengsla í fjármálakerfum landanna. Því er aukin samvinna og samræming á milli landanna mikilvæg til þess að viðhalda fjármálastöðugleika.

Samstarf þeirra aðila sem undirrita viljayfirlýsinguna stuðlar að fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum sem munu njóta góðs af aukinni samvinnu og samhæfingu sem lýst er í viljayfirlýsingunni.

Nýja viljayfirlýsingin kemur í stað fyrra samkomulags frá árinu 2010 milli hlutaðeigandi ráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlita. Viljayfirlýsingin er ekki lagalega bindandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn