Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónusta - myndJohannes Jansson/norden.org

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Stofnunin beinir tveimur ábendingum til velferðarráðuneytisins í tengslum við stjórnsýsluúttekt sína og snúa þær að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu og verkaskiptingu við gerð samninga.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er aðgengileg á vef stofnunarinnar. Í tilkynningu stofnunarinnar með birtingu skýrslunnar segir m.a. að gera þurfi ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Ekki verði séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild.

Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi stefnu um heilbrigðisþjónustu. Ráðuneytið tekur undir þá ábendingu, líkt og fram kemur í skýrslunni. Ráðuneytið bendir á að í stefnu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar komi fram að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Vinna að slíkri stefnumótun sé hafin og hluti af þeirri vinnu felist í því að skýra nánar hver eigi að gera hvað innan heilbrigðisþjónustunnar.

Ríkisendurskoðun beinir því einnig til ráðuneytisins að tryggja þurfi eðilega verkaskiptingu við gerð samninga. Líkt og fram kemur í svari ráðuneytisins til stofnunarinnar hefur verið unnið að því á síðustu misserum að skerpa á verkaskiptingu og ábyrgðarskilum við gerð samninga og muni ráðuneytið halda þeirri vinnu áfram í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands. Ráðuneytið muni í því sambandi taka athugasemdir og ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í skýrslu stofnunarinnar til skoðunar.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira