Hoppa yfir valmynd
13. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Fyrirhugaðar breytingar á barnalögum

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Dómsmálaráðuneytið hefur hafið vinnu við breytingar á barnalögum nr. 76/2003 sem eru tvíþættar. Annars vegar er um að ræða breytingar varðandi skipta búsetu barns og tengjast skýrslu starfshóps frá 2015 sem var falið að kanna með hvaða leiðum mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns og hins vegar breytingar á ákvæðum barnalaga um framfærslu barns og meðlag. 

Áform um lagasetningu hafa nú verið sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins, en unnt er að senda inn umsagnir til 6. apríl nk.  Umsagnir verða birtar að þeim fresti liðnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira