Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2018 Forsætisráðuneytið

Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna kemur saman í fyrsta sinn

Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - mynd

Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna kom saman á sínum fyrsta fundi í forsætisráðuneytinu í dag. Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára hafa verið skipaðir í ráðið og munu þeir funda reglulega  undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi.

Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.

Hægt verður að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á Facebook síðu þess

Sjá kynningarefni um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira