Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2018

Sérnámsstaða í heimilislækningum - Heilbrigðisstofnun Norðurlands - Húsavík - 201804/863

 

Viltu verða sérfræðingur í heimilislækningum og starfa á landsbyggðinni?

Sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN Húsavík

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík.

Námsstaðan veitist til 5 ára frá 16. júní 2018 eða eftir nánara samkomulagi.

Sérnámslæknir vinnur að skipulagi námsins í samvinnu við mentor og/eða kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð, sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili.

Góðir tekjumöguleikar og húsnæði í boði.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir.

Helstu verkefni og ábyrgð
Kostir sérnáms:
- Fjölbreytt starfsnám þar sem blandast heilsugæsla í dreifbýli með bráða- og slysaþjónustu, vinna á sjúkradeild og hjúkrunardeildum.
- Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga og þátttaka í vaktþjónustu með lækni með sérfræðimenntun á bakvakt.
- Einstaklingsmiðuð námsáætlun.
- Hópkennsla og námsferðir með öðrum sérnámslæknum.
- Þátttaka í vísindavinnu.
- Nám samhliða starfi.
- Náin samvinna við aðra lækna og annað starsfólk starfsstöðvarinnar og við þá 
sérfræðilækna sem koma reglulega á stöðvarnar.

Hæfnikröfur
- Íslenskt lækningarleyfi.
- Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni.
- Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu stofnunarinnar www.hsn.is eða á síðunni http://www.starfatorg.is/
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti til mannauðsstjóra HSN, Hafnarstræti 99, 600 Akureyri.

Umsóknarfrestur um störfin eru til 22. maí 2018.

Á Húsavík búa um 2.400 manns, helstu atvinnugreinar eru iðnaður, þjónusta við ferðamenn, sjávarútvegur og verslun. Leik-, grunn- og framhaldsskólar eru í héraðinu.
Í héraði heilsugæslunnar í S-Þingeyjarsýslu búa um 4.500 manns, bæði í blómlegri sveit og í þéttbýli í Mývatnssveit og Húsavík. Náttúra og menning er lifandi og fjölbreytileg og atvinnuuppbygging í fullum gangi.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.05.2018

Nánari upplýsingar veitir
Unnsteinn Ingi Júlíusson - [email protected] - 4640500
Örn Ragnarsson - [email protected] - 4554000

HSN Húsavík Heilsugæsla lækningar
Auðbrekka 4
640 Húsavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum