Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir á afmælishátíð Framsýnar á Húsavík

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á afmælishátíð Framsýnar á Húsavík - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði afmælishátíð stéttarfélagsins Framsýnar í dag, þar sem fagnað var hundrað ára afmæli Verkakvennafélagsins Vonar. Ríflega tvö hundruð manns sóttu hátíðina sem var haldin í Safnahúsinu á Húsavík.

Í ræðu sinni fjallaði Katrín um stéttabaráttu og kvennabaráttu undanfarin hundrað ár og minntist sérstaklega verkakonunnar Bjargar Pétursdóttur en í tilefni afmælisins gaf Framsýn út bók með ljóðum Bjargar sem ber heitið „Tvennir tímar”. Forsætisráðherra lauk ræðu sinni með því að segja: …„þó að miklar framfarir hafi orðið frá því að Verkakvennafélagið Von var stofnað eru baráttumálin mörg hver þau sömu nú og þá. Og eitt hefur ekki breyst og það er sú staðreynd að samstaða skilar árangri og réttindin koma sjaldan eða aldrei baráttulaust.“Hafa samband

Ábending / fyrirspurn