Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Stuðningur við Votlendissjóð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason landgræðslustjóri skrifa undir samning um verkefni á sviði loftslagsmála - myndÁskell Þórisson

Umhverfis- og auðlindaráðherra og landgræðslustjóri skrifuðu í dag undir samning um verkefni á sviði loftslagsmála. Markmiðið er að efla starf varðandi loftslagsbókhald og rannsóknir sem tengjast landnotkun og loftslagsmálum. Landgræðslan vinnur nú þegar að verkefnum á þessu sviði; hefur m.a. þróað aðferðafræði til að meta kolefnisbindingu með landgræðslu og unnið að verkefnum sem tengjast endurheimt votlendis.

Fyrir liggur að bæta þarf bókhald í loftslagsmálum sem tengist landnotkun á komandi misserum, til að styðja við markmið Íslands í Parísarsamningnum og markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi, auk þess sem Ísland mun væntanlega taka upp á næstunni Evrópureglur um loftslagsmál varðandi landnotkun og skógrækt. Bæta þarf yfirsýn yfir landflokkun og breytingar á notkun lands sem geta haft loftslagsáhrif, þ. á m. framræslu votlendis og endurheimt. Með samningnum verður jafnframt stutt við starf Votlendissjóðs sem var formlega settur á laggirnar á Bessastöðum í dag. Votlendissjóði er ætlað að fjármagna aðgerðir á sviði endurheimtar votlendis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira