Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Miklar veðurfarsbreytingar og ör súrnun sjávar

Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands afhendir Guðmundi Inga Guðbrandssyni. umhverfis- og auðlindaráðherra, skýrsluna.  - myndSigurjón Magnússon

Ný skýrsla um afleiðingar loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi var kynnt í Veðurstofu Íslands í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók á móti fyrsta eintakinu og sagði við það tilefni að skýrslan myndi nýtast í starfi stjórnvalda, meðal annars við fræðslu, eflingu vöktunar og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir því að skýrslan yrði unnin og fól Veðurstofu Íslands að leiða það verkefni. Að auki unnu við gerð skýrslunnar sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun, en hún byggir einnig á efni frá öðrum stofnunum og vísindamönnum. Sambærilegar skýrslur voru unnar að beiðni ráðuneytisins árið 2000 og 2008.

Skýrslan „Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi“ (pdf)

Frétt Veðurstofu Íslands 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira