Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rannsóknarinnviðir og evrópskt samstarf: tækifæri og áskoranir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur kynningarfund í tengslum við undirbúning að gerð vegvísis um rannsóknarinnviði mánudaginn 7. maí. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Veraldar - húsi Vigdísar, frá kl. 10-12. Frummælendur verða Sverker Holmgren, formaður e-IRG nefndarinnar, sem mun ræða um rafræna rannsóknarinnviði, mikilvægi þeirra í rannsóknarumhverfi framtíðarinnar og greina frá reynslu Svía í uppbyggingu rafrænna rannsóknarinnviða og Giorgio Rossi, formaður ESFRI samstarfsnetsins en hann mun kynna hugmyndafræðina á bak við ESFRI, þátttökumöguleika þess og áskoranir.

Einnig munu Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri Veðurstofunnar segja frá sinni reynslu af þátttöku í ESFRI.
Fundarstjóri er Eiríkur Stephensen.

Dagskrá fundarins:

10:00 Setning fundar (Eiríkur Stephensen, mennta- og menningarmálaráðuneyti)
10:10 Rafrænir innviðir (Sverker Holmgren, e-IRG)
10:45 Hlé
10:55 ESFRI (Giorgio Rossi, ESFRI)
11:30 Þátttaka í EPOS (Kristín Vogfjörð, Veðurstofa)
11:40 Þátttaka í ESS (Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun)
11:50 Umræður
12:00 Fundarslit

Fundurinn er öllum opinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira