Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Forauglýsing um Miðstöð máltækniáætlunar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við einn þjónustuveitanda um að reka Miðstöð máltækniáætlunar fyrir íslensku. Miðstöðinni er ætlað að hafa umsjón með og stýra verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018 – 2022.

Skilyrði er að þjónustuveitandi sé ekki útilokaður frá þátttöku í innkaupaferli af þeim ástæðum sem tilgreindar eru í 68. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, þjónustuveitandi verður að hafa jákvætt eigið fé samkvæmt síðasta ársreikningi, þjónustuveitandi verður að hafa tiltækan fjölmennan hóp sérfræðinga á sviði íslenskrar málfræði, merkjavinnslu, verkfræði, íslenskrar máltækni, hugbúnaðargerðar og milliríkjasamstarfs og verður að geta afhent upplýsingar til staðfestingar á þessu ef um það er beðið. Þjónustuveitandi verður að búa yfir umtalsverðri reynslu af samningagerð, innkaupareglum skv. lögum um opinber innkaup, verkefnastjórnun og fjármálum. Þá þarf þjónustuveitandi og aðrir lykilstarfsmenn þjónustuveitanda að búa yfir nægilega góðri íslenskukunnáttu til að geta átt greið samskipti við stjórnvöld á Íslandi á því tungumáli.

Útboðslýsingu forauglýsingarinnar má finna hér fyrir neðan. 
Nánari upplýsingar um forútboðið má nálgast hér

 

I. þáttur: Samningsyfirvald

I.1)           Nafn og póstfang

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

460269-2969

Sölvhólsgötu 4

Reykjavík

150

ÍSLAND

Tengiliður: Drífa Guðjónsdóttir Plank, [email protected]

NUTS-kóði: IS001

Vefföng:

www.mrn.is og www.stjornarradid.is/raduneyti/mennta-og-menningarmalaraduneytid/

I.2)           Sameiginleg innkaup

I.3)           Samskipti

Um aðrar upplýsingar en þær sem hér koma fram vísast á ofangreint netfang.

Tilboð og þátttökutilkynningar skulu sendar á sama netfang.

I.4)           Tegund samningsyfirvalds

Ráðuneyti eða annað lands- eða sambandsríkisyfirvald, þ.m.t. svæðis- eða staðbundnar undirdeildir.

I.5)           Meginstarfsemi

Menntamál.

II. þáttur: Viðfangsefni

II.1)          Viðfang innkaupanna

II.1.1)      Heiti:

Miðstöð máltækniáætlunar fyrir íslensku.

II.1.2)      Helsti CPV-kóði

73000000 – Þjónusta tengd rannsóknum og þróun og tilheyrandi ráðgjafarþjónustu.

II.1.3)      Tegund samnings

Verkefnastjórnun.

II.1.4)      Stutt lýsing

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst gera samning við einn þjónustuveitanda um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar fyrir íslensku. Miðstöðinni er ætlað að hafa umsjón með og stýra verkáætlun um máltækni fyrir íslensku 2018–2022, sbr. lýsingu á þeirri áætlun sem finna má á vef Stjórnarráðsins á eftirfarandi slóð:

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=56f6368e-54f0-11e7-941a-005056bc530c

II.1.5)      Áætlað heildarverðmæti

Verðmæti án VSK: 200 milljónir kr.

II.1.6)      Upplýsingar um samningshluta

Samningurinn skiptist í samningshluta: NEI

II.2)        Lýsing

II.2.1)      Heiti:

II.2.2)      Aðrir CPV-kóðar:

73200000 – Ráðgjafarþjónusta tengd rannsóknum og þróun.

73220000 – Ráðgjafarþjónusta tengd þróun.

II.2.3)      Verkstaður/verksvæði

NUTS-kóði: NUTS-3 – IS001

II.2.4)      Lýsing á fyrirhuguðum innkaupum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst gera samning við einn þjónustuveitanda um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar fyrir íslensku. Aðalmarkmið miðstöðvarinnar er að sjá til þess að verkefni áætlunarinnar verði skipulögð og framkvæmd hjá þeim sérfræðingum, stofnunum og fyrirtækjum sem eru fengin til þess að útfæra þau, m.a. með eftirtalin atriði fyrir augum:

         Að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni í samræmi við Máltækniáætlun fyrir íslensku 2018–2022.

         Að byggja upp opna innviði, gagnagrunna og grunntól í máltækni til þess að gera íslensku gjaldgenga í vélbúnaði og hugbúnaði alþjóðlegra tæknifyrirtækja.

         Að gera fyrirtækjum kleift að þróa máltæknilausnir og að nýta íslenska máltækni án þess að leggja þurfi í umfangsmikla og sérhæfða grunnþróun.

         Að tryggja virkt samstarf og samskipti þeirra sem vinna að máltækni á Íslandi og þeirra sem hug hafa á því.

         Að forgangsraða og skipuleggja vinnu við innviðaverkefni innan áætlunarinnar með aðstoð fagráðs.

         Að afla tilboða og gera samninga við þá sem vinna að verkefnum á þessu sviði á grundvelli Máltækniáætlunar fyrir íslensku 2018–2022 og annast m.a. val á verktökum og greiðslur til þeirra.

         Að fylgjast með vinnu við verkefni sem eru í gangi og skipuleggja kynningar á verkefnum.

         Að veita þeim aðstoð og ráðgjöf sem hafa hug á að fara í tækniþróunarverkefni sem nota máltækni.

         Að kynna möguleika máltækni fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem gætu hagnýtt sér máltæknilausnir í sínum rekstri.

         Að koma á samstarfi við erlend fyrirtæki sem þróa máltæknilausnir um að nota íslensku í þeim lausnum.

         Að fylgjast með möguleikum á fjölþjóðlegu þróunarsamstarfi í máltækni og kanna möguleika á því að íslenska verði með í slíkum verkefnum.

         Að kynna áætlunina og mikilvægi íslenskrar tungu fyrir almenningi.

         Að kynna áætlunina og afurðir hennar á alþjóðlegum vettvangi.

 

Þróun og aðlögun máltæknilausna fyrir íslensku skal ná nógu langt til að lausnirnar verði gagnlegar og notaðar af almenningi, fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Grunnforsenda í smíði máltækniverkfæra er að til séu gagnasöfn og stoðtól og er nauðsynlegri vinnu á því sviði einnig lýst í verkáætluninni.

 

Ítarlegri lýsingu á verkefninu og framkvæmd þess er að finna í skýrslunni Máltækni fyrir íslensku 2018–2022 (verkáætlun), sem finna má á eftirfarandi slóð:

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=56f6368e-54f0-11e7-941a-005056bc530c

II.2.6)      Áætlað verðmæti

II.2.7)      Gildistími verksamnings eða rammasamnings

Samningstími í mánuðum: 60

II.2.13)    Upplýsingar um fjármögnun Evrópusambandsins

Fyrirhuguð innkaup tengjast verkefni og/eða verkáætlun sem nýtur fjármögnunar frá Evrópusambandinu: NEI

II.2.14)    Aðrar upplýsingar

Samningstími í mánuðum: 60

Staðfestingar á áhuga verða að berast eigi síðar en 22.06.2018 á netfangið [email protected], merktar:

 „40333 - Center for Language Technology for Icelandic”
eða „40333 - Miðstöð máltækniáætlunar fyrir íslensku“.

III. þáttur. Upplýsingar um lagaleg, efnahagsleg, fjárhagsleg og tæknileg atriði

III.1)        Skilyrði fyrir þátttöku

Eftirtöldum skilyrðum verður að vera fullnægt daginn sem tilboð eru opnuð:

         Þjónustuveitandi má ekki vera útilokaður frá þátttöku í innkaupaferli af þeim ástæðum sem tilgreindar eru í 68. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

         Þjónustuveitandi verður að hafa jákvætt eiginfé samkvæmt síðustu ársskýrslu.

         Þjónustuveitandi verður að hafa tiltæka fjölmennan hóp sérfræðinga á sviði íslenskrar málfræði, merkjavinnslu, verkfræði, íslenskrar máltækni, hugbúnaðargerðar og milliríkjasamstarfs. Þátttakendur verða að geta afhent upplýsingar til staðfestingar á þessu ef um það er beðið.

         Þjónustuveitandi verður búa yfir umtalsverðri reynslu af samningagerð, innkaupareglum skv. lögum um opinber innkaup, verkefnastjórnun og fjármálum.

         Þjónustuveitandi og aðrir lykilstarfsmenn þjónustuveitanda verða að búa yfir nægilega góðri íslenskukunnáttu til að geta átt greið samskipti við stjórnvöld á Íslandi á því tungumáli.

III.1.4)     Hlutlægar reglur og skilyrði fyrir þátttöku – Þjónustuveitandi verður að búa yfir nægilega góðri íslenskukunnáttu til að geta átt greið samskipti við íslensk stjórnvöld. Öll þjónusta samkvæmt samningnum skal veitt á Íslandi.

Nauðsynleg almenn hæfisskilyrði eru góð íslenskukunnátta, æðri háskólapróf í íslensku máli, íslenskri máltækni, talgreiningartækni og verkefnastjórnun og þekking á framkvæmd opinberra innkaupa samkvæmt íslenskum lögum. Þar að auki hæfni til að færa sér í nyt þekkingu hagsmunahópa á borð við íslenskt háskólasamfélag, Samtök atvinnulífsins og Öryrkjabandalag Íslands og eiga samstarf við þá.

III.1.5)     Upplýsingar um samninga sem bundnir eru við ákveðna hópa

III.2)        Skilyrði sem sett eru í tengslum við samninginn

III.2.1)     Upplýsingar um tiltekna starfsgrein

III.2.2)     Skilyrði sem varða framkvæmd samnings:

III.2.3)     Upplýsingar um starfsfólk sem ber ábyrgð á framkvæmd samningsins

Menntun og reynsla á sviði verkefnastjórnunar og fjármála.

Stjórnendur og aðrir lykilstarfsmenn þjónustuveitanda verða að búa yfir nægilega góðri íslenskukunnáttu til að geta átt greið samskipti við stjórnvöld á Íslandi á því tungumáli.

IV. þáttur. Útboðsferli

IV.1)        Lýsing

IV.1.1)    Tegund útboðs: lokað útboð eða samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar ef aðeins berst ein staðfesting á áhuga

IV.1.3)    Upplýsingar um rammasamning

IV.1.10)  Upplýsingar um lög og reglugerðir sem varða útboðsferlið:

    Lög um opinber fjármál nr. 123/2015

    Reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga

    Lög um opinber innkaup nr. 120/2016

    Upplýsingalög nr. 140/2012

    Stjórnsýslulög nr. 37/1993

    Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga nr. 46/2016

    Samkeppnislög nr. 44/2005

    Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000

    Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

IV.1.11)  Helstu atriði útboðsferlisins: Þjónustuveitendur sem staðfesta áhuga verða að fullnægja öllum skilyrðum þessarar forauglýsingar hinn 01.07.2018. Lýsing á útboðsferlinu verður send þeim þjónustuveitendum sem taka þátt í útboðinu. Um verður að ræða annaðhvort lokað útboð eða samningskaup án undangenginnar útboðsauglýsingar ef aðeins berst ein staðfesting á áhuga. Þjónustuveitendum sem eru metnir hæfir og eru ekki útilokaðir frá þátttöku í útboðinu (sbr. 68. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016) verður veittur aðgangur að útboðsgögnum þar sem fram kemur lýsing á tæknileg skilyrðum/forskriftum og valforsendum.

IV.2)        Upplýsingar vegna umsýslu

IV.2.1)    Áður birtar upplýsingar um útboðið

IV.2.2)    Skilafrestur tilboða og þátttökutilkynninga/skilafrestur staðfestinga á áhuga

Dagsetning: 22.06.2018.

IV.2.4)    Tungumál sem nota má í tilboðum og þátttökutilkynningum:

Íslenska.

IV.2.5)    Áætlaður fyrsti dagur útboðsferlis:

VI. þáttur: Viðbótarupplýsingar

VI.2)        Upplýsingar um rafræna afgreiðslu

VI.3)        Aðrar upplýsingar

VI.4)        Meðferð kærumála

VI.4.1)    Stofnun sem annast meðferð kærumála

Kærunefnd útboðsmála

Arnarhvoli við Lindargötu

Reykjavík

101

ÍSLAND

Símanúmer: +354 5549200

Netfang: [email protected]

Veffang: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/opinber-innkaup/kaerunefnd-utbodsmala/

VI.4.2)    Stofnun sem annast sáttameðferð

Kærunefnd útboðsmála

Arnarhvoli við Lindargötu

Reykjavík

101

ÍSLAND

Símanúmer: +354 5549200

Netfang: [email protected]

Veffang: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/opinber-innkaup/kaerunefnd-utbodsmala/

VI.4.3)    Kærumál

VI.4.4)    Stofnun sem veitir upplýsingar um kærumál

Kærunefnd útboðsmála

Arnarhvoli við Lindargötu

Reykjavík

101

ÍSLAND

Símanúmer: +354 5549200

Netfang: [email protected]

Veffang: https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/opinber-innkaup/kaerunefnd-utbodsmala/


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn