Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Fundur dóms- og innanríkisráðherra í tengslum við Schengen samstarfið

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sótti fund dóms- og innanríkisráðherra í tengslum við Schengen samstarfið sem haldinn var í Lúxemborg í dag þriðjudaginn 5. júní 2018.  Fyrsta mál á dagskrá fundarins voru tillögur um breytingu á reglugerð nr. 810/2009 um útgáfu vegabréfsáritana (Visa Code), nánar tiltekið ákvæði um skilyrði tengsla á milli stefnu í vegabréfsáritanamálum annars vegar og samstarfs við þriðju ríki um endurviðtöku útlendinga í ólögmætri dvöl hins vegar. Tillögurnar hlutu almennan stuðning ráðherranna og verður unnið áfram að útfærslu þeirra með aðkomu sérfræðinga. Í öðru lagi ræddu ráðherrarnir um stöðu útlendingamála í Evrópu og nauðsynlegar aðgerðir til að viðhalda stöðugu ástandi á ytri landamærum Schengen svæðisins. Í þriðja lagi var rætt um baráttuna við hryðjuverk og þá sérstaklega aukna samvinnu ábyrgra stjórnvalda í Evrópuríkjum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira