Velferðarráðuneytið

Kynning á lýðheilsuvísum ársins 2018

Embætti landlæknis - myndVelferðarráðuneytið

Embætti landlæknis kynnti í gær lýðheilsuvísa ársins 2018 eftir heilbrigðisumdæmum. Þetta er í þriðja sinn sem embættið birtir lýðheilsuvísa. Vísarnir eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan landsmanna og draga einnig fram hvort munur sé milli umdæma í einhverjum efnum.

Við val á lýðheilsuvísum er sjónum m.a. beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Allar upplýsingar um Lýðheilsuvísa 2018 má finna hér á vef embættisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn