Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Þróun framlaga til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála

Heildarframlög til málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála jukust um 1,5 milljarða króna að raunvirði milli áranna 2017 og 2018, eða um 12%. Ríkisfjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins muni halda í því horfi út tímabilið.

Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn í byrjun árs 2019. Ekki liggur fyrir hversu mikil tekjuminnkun ríkissjóðs verður vegna niðurfellingar skattsins og margar breytur geta haft áhrif á þær fjárhæðir. Vonir standa til að aðgerð þessi hafi jákvæða keðjuverkun í för með sér fyrir bæði íslenska útgáfu og aðra menningarneyslu.


Grafið sýnir áætlað umfang málefnasviðs menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála 2017-2023, í milljónum kr. á verðlagi 2018 samkv. fjárlögum og ríkisfjármálaáætlun. Undanskilin eru tímabundin framlög vegna máltækniáætlunar og tekið er tillit til niðurfellingar virðisaukaskatts á bókum.

Tímabundin framlög vegna máltækniáætlunar koma inn á málefnasviðið í ríkisfjármálaáætlun en ráðgert er að því verkefni ljúki við lok tímabilsins. Auknar fjárheimildir eru áætlaðar í Afrekssjóð ÍSÍ á tímabilinu, sem og í Kvikmyndasjóð og til reksturs safna í ríkiseigu.

Í undirbúningi er einnig gerð hagvísa fyrir málefnasvið menningar-, æskulýðs og íþróttamála. Markmiðið með þeirri vinnu er að kortleggja betur hagræn áhrif þeirra málaflokka.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn