Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Endurskipað í embætti framkvæmdastjóra LÍN

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna en verkefnastjórn, sem Gunnar Ólafur Haraldsson hagfræðingur veitir forstöðu, hefur það hlutverk að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum þess og þróun. Búast má við upplýsingum um fyrstu áform verkefnastjórnarinnar nú í sumar.

Lánþegar Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru um 7.000 talsins en meginhlutverk sjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn